Fara í innihald

Tryggðakrókus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Crocus chrysanthus)
Tryggðakrókus
Crocus chrysanthus 'E.A. Bowles'
Crocus chrysanthus 'E.A. Bowles'
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Sverðliljuætt (Iridaceae)
Ættkvísl: Krókus (Crocus)
Tegund:
C. chrysanthus

Tvínefni
Crocus chrysanthus
(Herb.) Herb.

Tryggðakrókus (fræðiheiti Crocus chrysanthus) er blómplanta af ættkvísl krókusa, ættaður frá Balkanskaga og Tyrklandi.

Hann er með skær appelsínugul skállaga blóm. Minni hnýði og blóm en en vorkrókus en myndar hann fleiri blóm á lauk en vorkrókusinn. Hæð um 3 til 4 sm. Á ensku hefur hann verið nefndur "snow crocus" vegna þess hve snemma hann blómstrar, eða um tvemur vikum á undan vorkrókusnum og oft upp í gegn um snjó síðvetrar eða snemma vors. Blöðin eru mjó með silfraðri miðrönd. [1] Latneska heiti hanns, chrysanthus, þýðir gullinblómstrandi.[2]

'Blue Pearl'

Ræktunarafbrigði

[breyta | breyta frumkóða]

Ræktunarafbrigði tryggðakrókus eru úrval af Crocus chrysanthus og bendinga þessarar tegundar við nokkrar undirtegundir af páskakrókus og Crocus aerius. Gul afbrigði eru úrval af Crocus chrysanthus. Blá og hvít afbrigði eru blendingar við Crocus biflorus.[3]

  • ‘Advance’: gulir að innan, að utan fjólubláir
  • ‘Ard Schenk’: hvítir með bronslituðum hálsi
  • ‘Blue Pearl’:[4] fölblár með bronsgulum hálsi og grunni; sterkblár að utan, fölari að innan og með gulum bletti neðst
  • ‘Blue Peter’: miðnæturblár að utan, fölblár að innan
  • ‘Cream Beauty’:[5] rjómagulur með bronslituðum hálsi
  • ‘Goldilocks’: smjörgulur með bronslituðu munstri (fjöður)
  • ‘Ladykiller’:[6] hvítt að innan og djúp purpurablár að utan með hvítum jaðri
  • ‘Prince Claus’: hvítur, blue flash on exterior
  • ‘Romance’: að innan rjómalitur, að utan bláleitur
  • ‘Saturnus’: gulur að innan, dökk purpuralitur að utan
  • ‘Skyline’: ljósblár að innan, skærblár að utan
  • ‘Snow Bunting’:[7] hvítur að innan, að utan rjómahvít með gulgrænum "fjöðrum"; bronslitaður háls
  • ‘Zwanenburg Bronze’:[8] gullgulur að innan, bronslitaður að utan

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  2. Harrison, Lorraine (2012). RHS Latin for gardeners. United Kingdom: Mitchell Beazley. bls. 224. ISBN 9781845337315.
  3. Martyn Rix & Roger Phillips, The Bulb Book: A Photographic Guide to over 800 Hardy Bulbs, Pan Books Ltd, 1981 - ISBN 0-330-26481-8
  4. „RHS Plant Selector - Crocus biflorus 'Blue Pearl'. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 mars 2016. Sótt 17. júní 2013.
  5. „RHS Plant Selector - Crocus chrysanthus 'Cream Beauty'. Sótt 17. júní 2013.[óvirkur tengill]
  6. „RHS Plant Selector - Crocus 'Ladykiller'. Sótt 17. júní 2013.[óvirkur tengill]
  7. „RHS Plant Selector - Crocus 'Snow Bunting'. Sótt 17. júní 2013.[óvirkur tengill]
  8. „RHS Plant Selector - Crocus chrysanthus 'Zwanenburg Bronze'. Sótt 17. júní 2013.[óvirkur tengill]