Fara í innihald

Páskakrókus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Crocus biflorus)
Páskakrókus
C. biflorus í Toskana
C. biflorus í Toskana
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Sverðliljuætt (Iridaceae)
Ættkvísl: Krókus (Crocus)
Tegund:
C. biflorus

Tvínefni
Crocus biflorus
Mill.

Páskakrókus (Crocus biflorus)[1] er blómplanta af ættkvísl krókusa, ættaður frá suðaustur Evrópu og suðvestur Asíu, þar á meðal Ítalíu, Balkanskaga, Úkraínu, Tyrklandi, Kákasus, Íran og Írak.[2]

Hann er fjölæringur með hnýði sem verður 6 sm hár og breiður. Þetta er mjög breytileg tegund, með blóm í litbrigðum af föl fjólubláu yfir í hvítt, oft með dekkri rendur utan á krónublöðunum. Blómin birtast snemma að vori.[3]

Samkvæmt flokkun Brian Mathew 1982, var C. biflorus í seríunni Biflori í deildinni Nudiscapus innan krókusættkvíslarinnar. Hinsvegar virðast nútíma DNA greiningar gera vafasamt hvort serían Biflori geti verið skilin frá Reticulati og Speciosi seríunum.[4] Að minnsta kosti 21 undirtegund af páskakrókus hefur verið nefnd; að auki hefur fjöldi afbrigða verið ræktaður í görðum.

Undirtegundir[2]
  • Crocus biflorus subsp. adami (J.Gay) K.Richt. - Balkan, Úkraínu, Krím, Kákasus, Íran
  • Crocus biflorus subsp. albocoronatus Kerndorff - Taurus fjöllum í Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. alexandri (Nicic ex Velen.) B.Mathew - Serbia, Búlgaría, norðaustur Grikklandi
  • Crocus biflorus subsp. artvinensis (J.Philippow) B.Mathew - Kákasus, norðaustur Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. atrospermus Kernd. & Pasche - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. biflorus - Ítalíu ásamt Sikiley, Tyrkland, Rodhos (Ρόδος, Rhodes) eyju í Grikklandi
  • Crocus biflorus subsp. caelestis Kernd. & Pasche - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. caricus Kernd. & Pasche - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. crewei (Hook.f.) B.Mathew - Tyrklandi, Grikklandseyjar
  • Crocus biflorus subsp. fibroannulatus Kernd. & Pasche - Artvin hérað í Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. ionopharynx Kernd. & Pasche - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. isauricus (Siehe ex Bowles) B.Mathew - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. leucostylosus Kernd. & Pasche - Denizli hérað í Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. nubigena (Herb.) B.Mathew - Tyrklandi, Grikklandseyjar
  • Crocus biflorus subsp. pseudonubigena B.Mathew - Tyrkland
  • Crocus biflorus subsp. pulchricolor (Herb.) B.Mathew - Tyrkland
  • Crocus biflorus subsp. punctatus B.Mathew - Tyrkland
  • Crocus biflorus subsp. stridii (Papan. & Zacharof) B.Mathew - norðaustur Grikkland
  • Crocus biflorus subsp. tauri (Maw) B.Mathew - Kákasus, Tyrklandi, Íran, Írak
  • Crocus biflorus subsp. weldenii (Hoppe & Fürnr.) K.Richt - Ítalía, Albanía, Júgóslavía
  • Crocus biflorus subsp. yataganensis Kernd. & Pasche - Tyrkland

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  2. 2,0 2,1 „Kew World Checklist of Selected Plant Families“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2022. Sótt 24. júlí 2017.
  3. RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  4. Brian Mathew, Gitte Petersen & Ole Seberg, A reassessment of Crocus based on molecular analysis, The Plantsman (N.S.) Vol 8, Part 1, pp50–57, March 2009