Fara í innihald

Kornhæna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Coturnix coturnix)
Kornhæna

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Hænsnfuglar (Galliformes)
Ætt: Fashanaætt (Phasianidae)
Undirætt: Perdicinae
Ættkvísl: Coturnix
Tegund:
C. coturnix

Tvínefni
Coturnix coturnix
(Linnaeus, 1758)
Coturnix coturnix confisa

Kornhæna (fræðiheiti Coturnix coturnix) er lítill fugl af fashanaætt. Kornhæna er ávalur fugl og brúnleitur með hvíta rönd yfir auga en karlfugl hefur einnig hvítt í höku. Vængir eru langir og kornhæna vegur frá 91–131 g og er 18.0–21.9 cm að á hæð. Kornhæna er frekar lítill og felugjarn fugl og heyrist frekar í henni en að hún sjáist. Kall karlfuglsins má helst heyra snemma morguns eða á kvöldin og stundum á nóttunni. Kornhæna er farfugl. Hún lifir á fræjum og skordýrum sem hún finnur á jörðu niðri. Kornhænur halda sig í ræktarlandi og graslendi víða um Evrópu og Asíu og verpa 6-12 eggjum í hreiður. Eggin eru 16-18 daga að klekjast út.

Í Gamla testamentinu segir frá því að Ísraelsmenn á flótta báðu Guð um kjöt og fengu þá til sín af himnum ofan stóran flokk af kornhænum á farflugi. Kornhæna er vinsæll veiðifugl. Sagt er að enska drottningin Jane Seymour kona Henry VIII hafi þegar hún gekk með Játvarð VI fyllst óstjórnlegri löngun í kornhænur og sendimenn verið á þönum um allt ríkið til að útvega nægar birgðir af kornhænur fyrir drottninguna.

Venjuleg kornhæna er önnur tegund en hin ræktaða tegund japönsk kornhæna.

  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.