Colossal Cave Adventure

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
ADVENT, ein útgáfa Colossal Cave Adventure, á Osborne 1-tölvu.

Colossal Cave Adventure er gagnvirkur textaleikur sem forritarinn og hellaáhugamaðurinn Will Crowther bjó til árið 1976. Leikurinn er fyrsti ævintýraleikurinn með textaviðmóti. Crowther byggði leikinn á korti sem hann hafði gert af Mammoth-hellunum í Kentucky í Bandaríkjunum. Leikmaður fer um hellana með einföldum textaskipunum á forminu sagnorð+nafnorð. Í hellunum finnur leikmaðurinn ýmsa hluti úr ævintýrum. Þekktasta útgáfa leiksins er sú sem Don Woods þróaði út frá kóða Crowthers með hans leyfi árið 1977. Woods, sem var aðdáandi Tolkiens, bætti við fleiri ævintýrapersónum eins og álfum og trölli. Í þessari mynd varð leikurinn gríðarlega vinsæll og setningar úr honum eins og „You are in a maze of twisty little passages, all alike“ urðu þekkt minni meðal hakkara og í spunaspilum.

Wikipedia
Wikipedia
  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.