Fara í innihald

Rofnar samfarir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Coitus interruptus)

Rofnar samfarir[1][2] (latína: coitus interruptus, þar sem coitus merkir „samfarir“ eða „mök“ og interruptus („truflaður“ eða „rofinn“), lh. þt. af sögninni interrumpo eða „ég trufla“, „ég rýf“) er talin vera ein elsta tegund getnaðarvarna[2] þar sem karlmaðurinn dregur liminn úr leggöngum konunnar og losar sæðið utan legganga og ytri kynfæra konunnar.[3] Rofnar samfarir eru ekki taldar örugg getanaðarvörn en hrífa meira en tvöfalt betur gegn óléttu en að aðhafast ekkert,[3] rofnar samfarir veita enga vörn gegn kynsjúkdómum.[3]

  1. Orðið „rofnar samfarir“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
    íslenska: „rofnar samfarir“enska: onanismlatína: coitus interruptus
  2. 2,0 2,1 „Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?“. Vísindavefurinn.
  3. 3,0 3,1 3,2 doktor.is