Coimbra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Coimbra.
Kort.

Coimbra er borg og bæjarfélag í miðhluta Portúgal, um 195 kílómetra norður af Lissabon og 120 kílómetra suður af Porto. Íbúar voru 141.000 árið 2021 og er stórborgarsvæðið það 3. stærsta eftir Lissabon og Porto. Í Coimbra er háskóli sem er einn af elstu háskólunum, stofnaður 1. mars árið 1290. Byggingar skólans eru á heisminjaskrá UNESCO.