Clannad
Clannad er írsk hljómsveit sem stofnuð var árið 1970 í Gweedore, County Donegal, Írlandi. hljómsveitin spilar blöndu af írskri þjóðlagatónlist og nýaldartónlist. Hljómsveitin hefur einnig blandað í seinni tíð poppi, jazzi og gregórískum söng í tónlistina. Hljómsveitin var stofnuð af systkinunum Moya Brennan, Ciarán Brennan og Pól Brennan ásamt frændum þeirra; tvíburabræðrunum Noel Duggan og Pádraig Duggan. Árin 1980–1982 var yngri systir Brennan systkina, Enya, með hljómsveitinni en hún hóf árangursríkan sólóferil eftir veru sína í bandinu. Clannad syngur á aðallega á gelísku og ensku. Lag þeirra, Theme from Harry's Game, er eina topplagið í Bretlandi sem hefur alfarið verið sungið á gelísku.
Árið 2020 hugðist hljómsveitin halda kveðjutúr en hann frestaðist vegna Covid-19 um 2-3 ár.
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Ciarán Brennan: Bassi, gítar, hljómborð, mandólín og söngur.
- Moya Brennan: Söngur og harpa.
- Pól Brennan: Flauta, gítar, ásláttarhljóðfæri og söngur.
- Noel Duggan : Gítar og söngur.
Fyrrum meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Pádraig Duggan (1949–2016, dáinn): Gítar, mandóla, mandólín og söngur.
- Enya Brennan (1980-1982): Söngur, hljómborð og ásláttarhljóðfæri.
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- 1973: Clannad
- 1975: Clannad 2
- 1976: Dúlamán
- 1980: Crann Úll
- 1981: Fuaim
- 1983: Magical Ring
- 1984: Legend
- 1985: Macalla
- 1987: Sirius
- 1989: Atlantic Realm
- 1989: The Angel and the Soldier Boy
- 1990: Anam
- 1993: Banba
- 1996: Lore
- 1997: Landmarks
- 2013: Nádúr