Fara í innihald

Clan Mallardo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Clan Mallardo er glæpagengi innan Camorra mafíunnar. Hún er stafrækt frá borginni Giugliano in Campania rétt norðan við Napólí.

Hæstráðandi var Domenico Mallardo þar til hann var drepinn af fótgönguliðum frá clan Maisto 24. júní 1976. Synir hans Francesco Mallardo og Giuseppe Mallardo tóku þá við. Þegar Domenico Mallardo var tekinn af lífi endaði ekki sagan þar því þeir sem stóðu næst leituðu hefnda og allt endaði þetta með því að Antonio Maisto ásamt tveim öðrum voru myrtir í Apríl 1987. Þetta þrefalda morð skákaði hópnum í kringum Maisto út af borðinu í þessum norðuhluta Napolí sem hópurinn Mallardo gat nú stjórnað án vandræða.

10. maí 2011 gerði ítalska lögreglan upptækar ýmsar eignir hópsins að upphæð 600 milljónum evra. Þessar eignir innihéldu 900 fasteignir, 23 fyrirtæki og 200 bankareikninga. Nokkrir einstaklingar voru handteknir, til að mynda Feliciano Mallardo, sem álitinn var hæstráðandi. Fyrirtækin höfðu náð undir sig stórum hlutum efnahagslífsins svo sem framleiðslu og flutning á kaffi til veðmálastofa og heildsölu drykkja og lyfja.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. "Mafia assets worth 600m euros seized by Italy police", BBC News, May 10, 2011.