Fara í innihald

Christopher Lee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Christopher Lee

Sir Christopher Frank Carandini Lee (f. 27. maí 1922; d. 7. júní 2015) var enskur leikari sem er einkum þekktur fyrir að hafa leikið illmenni í kvikmyndum. Hann varð fyrst frægur í hlutverki Drakúla greifa í nokkrum kvikmyndum frá Hammer Film Productions. Síðar lék hann meðal annars Francisco Scaramanga í Bond-myndinni Maðurinn með gylltu byssuna, Sarúman í Hringadróttinssögu og Dooku greifa í Stjörnustríðsmyndum II og III.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.