Chasse aux fantômes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Chasse aux fantômes (Íslenska: Á draugaslóð) eftir belgíska teiknarann Morris (Maurice de Bevere) og höfundinn Lo Hartog van Banda er 61. bókin í bókaflokknum um Lukku-Láka. Bókin kom út árið 1992 og hefur ekki verið gefin út á íslensku.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Póstvagnaþjónustan Wells Fargo & Co. er í vanda stödd þegar póstvagn á þeirra vegum hverfur sporlaust. Lukku-Láki er kallaður til aðstoðar vegna málsins og er falið að fylgja næsta póstvagni í öryggisskyni. Með í förina slæst ein af hetjum Villta vestursins, hamhleypan Svala Sjana, sem átti von á forláta riffli með vagninum sem hvarf og á því hagsmuna að gæta. Gamanið kárnar fyrir Láka og Sjönu þegar sá kvittur kemst á kreik að andar framliðinna eigi þátt í hvarfi póstvagnsins.

Fróðleiksmolar[breyta | breyta frumkóða]

  • Morris gjörbreytti endi sögunnar frá því sem fram kom í handriti Lo Hartog van Banda, án alls samráðs við hinn síðarnefnda, og Van Banda samdi ekki fleiri sögur í seríunni.
  • Þetta er þriðja bókin í seríunni þar sem Svala sjana kemur við sögu, hinar voru Óaldarflokkur Jússa Júmm og Svala sjana.