Channing Tatum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Channing Tatum
Fæddur
Channing Matthew Tatum

26. apríl 1980 (1980-04-26) (43 ára)
Cullman, Alabama, USA
StörfLeikari
Hæð1,85
MakiJenna Dewan
Börn1

Channing Matthew Tatum (f. 26. apríl 1980) er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi, þekktastur fyrir hlutverk sín í Step Up (2006), G.I. Joe: The Rise of Cobra (2009), Dear John (2010), The Vow (2012), 21 Jump Street (2012), Magic Mike (2012) og G.I. Joe: Retaliation (2013). Channing er þekktur fyrir að leika í drama-og hasarmyndum en hann hefur einnig leikið í gamanmyndum.

Æskuár[breyta | breyta frumkóða]

Tatum er fæddur og alinn upp í Cullman, Alabama. Hann er sonur Kay, sem vann hjá flugfélagi, og Glenn Tatum, sem vann sem smiður. Hann á systur sem heitir Paige. Forfeður hans eru Írar, Frakkar, Þjóðverjar og amerískir frumbyggjar. Þegar Channing var sex ára flutti fjölskyldan hans til Mississippi. Þegar Tatum var ungur var hann mikill íþróttamaður, hann æfði amerískan fótbolta, fótbolta, hlaup og hafnarbolta.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2006 kynntist Channing leikkonunni og dansaranum Jennu Dewan þegar þau léku saman í myndinni Step Up. Þau byrjuðu samband stuttu eftir að myndin var tilbúin. Parið trúlofaði sig snemma í september 2008 og gifti sig svo 11. júlí 2009. Channing og Jenna eiga saman eina dóttur, Everly, sem fæddist 31. maí 2013.