Fara í innihald

Sigurskúfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Chamerion angustifolium)
Sigurskúfur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Dúnurtabálkur (Myrtales)
Ætt: Eyrarrósarætt (Onagraceae)
Ættkvísl: ( Chamerion)
Tegund:
Sigurskúfur

Tvínefni
Chamerion angustifolium
L.

Sigurskúfur (fræðiheiti: Chamerion angustifolium (syn. Epilobium angustifolium)) er fjölær jurt af eyrarrósarætt. Hann tilheyrir dúnurtum og getur orðið allt að 70 cm á hæð. Sigurskúfur ber rauð blóm og er algengur um allt norðurhvel jarðar.

Blómin eru mörg í klasa upp eftir plöntunni. Þau eru um 2 cm í þvermál. Krónublöðin eru rauð en bikarblöðin dökkrauð. Í hverju blómi er 8 fræflar. Frævan er löng og hærð. Blöðin standa gagnstætt á stilknum. Þau eru 4 til 12 cm á lengd og 1 til 2 cm á breidd. Þau eru lensulaga, heilrennd eða með litlar tennur og hárlaus.

Breiður af sigurskúfi í rússneskum barrskógi

Sigurskúfur er áburðarfrekur og vex því gjarnan í kringum bæi - oft í þéttum breiðum. Í skóglendi og klettum vex hann villtur - blómstrar seint. Í gras- eða mólendi er hann stundum dvergvaxinn og blómstrar ekki vegna næringarskorts. Þá myndar hann 10 til 20 cm langa blaðsprota. Sigurskúfur heitir á ensku "fireweed" og vísar nafnið til þess að sigurskúfur er landnemaplanta, þegar skógur rofnar vegna skógarbruna er sigurskúfur fljótur að spretta fram og þekja skógarbotninn.

Á vorin er gott að borða rætur af plöntunni. Steikja þær í smjöri og salta.