Carolina Reaper

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fullvaxin planta.

Carolina Reaper (upphaflega nefndur HP22B) er afbrigði af eldpipartegundinni Capsicum chinense. Ávöxturinn er rauður og krumpaður með lítinn odd neðst. Heimsmetabók Guinness vottaði árið 2013 að Carolina Reaper væri sterkasti eldpipar heims, metinn á 1.569.300 Scoville-stig.

Þetta eldpiparafbrigði var þróað af Ed Currie í gróðurhúsi í Rock Hill í Suður-Karólínu sem blendingur Bhut jolokia og Habanero. Sláttumannsheitið („reaper“) er vegna oddsins neðst á piparbelgnum.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.