Carlos Sainz Jr.
Útlit
Carlos Sainz Jr. | |
---|---|
![]() Sainz árið 2022 | |
Fæddur | 1. september 1994 |
Þjóðerni | ![]() |
Störf | Formúlu 1 ökumaður |
Carlos Sainz Vázquez de Castro (f. 1. september, 1994) er spænskur ökuþór sem keppir fyrir Williams í Formúlu 1. Sainz hefur unnið 4 keppnir yfir 11 tímabil í Formúlu 1.
Sainz keppti í mótaröðum eins og Formúlu BMW, Formúlu 3, GP3 og Formúlu 3.5 Renault áður en hann fékk samning hjá Toro Rosso í Formúlu 1 árið 2015. Árið 2018 fór hann yfir til Renault í eitt tímabil. Sainz fór til Mclaren fyrir 2019 tímabilið og síðan Ferrari árið 2021. Sainz vann 4 keppnir fyrir Ferrari. Lewis Hamilton tók sæti hans hjá Ferrari fyrir 2025 tímabilið og skrifaði Sainz þá undir hjá Williams.[1]
Carlos Sainz Jr. er sonur Carlos Sainz Sr. sem var tvisvar sinnum heimsmeistari í rally árin 1990 og 1992.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Powling, Taylor (2. mars 2025). „Why Carlos Sainz feels 'a bit lost' going into opening F1 rounds with Williams“. Motorsport Week. Sótt 3. mars 2025.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Carlos Sainz á formula1.com