Fara í innihald

Carles Puigdemont

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Carles Puigdemont
Puigdemont árið 2016.
Forseti heimastjórnar Katalóníu
Í embætti
12. janúar 2016 – 27. október 2017
ÞjóðhöfðingiFilippus 6.
ForveriArtur Mas
EftirmaðurHeimastjórn afnumin
Quim Torra (2018)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. desember 1962 (1962-12-29) (62 ára)
Amer, Katalóníu, Spáni
StjórnmálaflokkurSaman fyrir Katalóníu (frá 2020)
MakiMarcela Topor ​(g. 2000)
Börn2
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Carles Puigdemont i Casamajó (fæddur 29. desember 1962) er katalónskur stjórnmálamaður og fyrrum blaðamaður. Hann var borgarstjóri borgarinnar Girona á árunum 2007-2016. Puigdemont var forseti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu frá janúar 2016 til október 2017 þegar spænsk stjórnvöld hröktu hann frá völdum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins. Hann flúði til Belgíu ásamt fimm ráðherrum í ríkisstjórn Katalóníu og evrópskar handtökuskipanir (EAW) voru gefnar út til höfuðs þeirra. Í héraðskosningunum 21. desember 2017 var Puigdemont endurkosinn á þingið og flokkur hans hélt naumum meirihluta. Opinberar tölur sýna að 47,6% kusu flokka með yfirlýsta sjálfstæðisstefnu, 43,5% kusu flokka sem eru mótfallnir sjálfstæði og afgangurinn kaus flokka sem eru ekki með stefnu á þessu sviði. Puigdemont óskaði eftir viðræðum við þáverandi forsætisráðherra Spánar Mariano Rajoy, en þeim var hafnað.

Puigdemont var áfram í Belgíu til að forðast handtöku við heimkomu til Spánar. Hann er álitinn útlegð af sumum, aðrir telja hann vera í sjálfskipaðri útlegð og enn aðrir telja hann flóttamann.[1][2][3][4][5] 25 mars 2018 var honum haldið af þýsku hraðbrautalögreglunni vegna evrópsku handtökuskipunarinnar í norðlenska þýska ríkinu Schleswig-Holstein. Hann var gefinn laus gegn tryggingu, og yfirdómur ríkisins ákvað að hann gæti ekki verið framseldur fyrir „uppreisn“[6][7][8] því þýsk lög eru ekki samsvaranleg spænskum hvað þetta varðar, en því atriði þarf að framfylgja við evrópsku handtökuskipunina (EAW). 10. júli 2018 afturkallaði spænskur dómari við hæstarétt hann sem fulltrúa á katalónska þinginu.[9] 12. júlí 2018 ákvað þýskur dómstóll að hann gæti verið framseldur aftur til Spánar fyrir misnotkun opinberra fjármuna, en ekki fyrir uppreisn sem er alvarlegri kæra.[10] Lögfræðingar Puigdemont sögðu að þeir myndu áfrýja öllum ákvörðunum um að framselja hann.[10] Eftir niðurstöðu þýska dómsins, 19. júlí 2018, lét Spánn fella niður evrópsku handtökuskipunina gegn Puigdemont og öðrum katalónskum embættismönnum í sjálfskipaðri útlegð.[11]

  1. „Exiled Catalan leader Carles Puigdemont ordered to return for re-election“. The Telegraph. 28. janúar 2018. Sótt 15. febrúar 2018.
  2. „Catalonia Separatists Support Re-Election of Exiled Leader Puigdemont“. The Wall Street Journal. 10. janúar 2018. Sótt 15. febrúar 2018.
  3. „Catalonia's Separatists: In Exile. In Jail. In Power?“. The New York Times. 5. janúar 2018. Sótt 15. febrúar 2018.
  4. „Fugitive Catalan leader denies giving up independence bid after text messages saying 'battle is over'. The Independent. 31. janúar 2018. Sótt 13. febrúar 2018.
  5. „Exiled Catalan leader rents £4,000-a-month house in Belgium, fuelling rumours he won't go home“. The Telegraph. 2. febrúar 2018. Sótt 13. febrúar 2018.
  6. „Carles Puigdemont: Former Catalan president 'detained'. BBC. 25. mars 2018. Sótt 25. mars 2018.
  7. Burgen, Stephen; Oltermann, Philip (25. mars 2018). „Catalan leader Carles Puigdemont held by German police“. The Guardian. Sótt 25. mars 2018.
  8. „Puigdemont, detenido por la policía alemana cuando entraba desde Dinamarca“. El Mundo (spænska). Sótt 25. mars 2018.
  9. Llarena cierra el sumario del 'procés' y suspende como diputados a Puigdemont y Junqueras Published by El País, July 10, 2018, retrieved July 10, 2018
  10. 10,0 10,1 Oltermann, Philip. „Carles Puigdemont can be extradited to Spain, German court rules“. The Guardian. Sótt 12. júlí 2018.
  11. „Catalan case: Spain drops warrant against Puigdemont“. BBC. Sótt 19. júlí 2018.