Carles Puigdemont

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Puigdemont

Carles Puigdemont i Casamajó (fæddur 29. desember 1962) er katalónskur stjórnmálamaður og fyrrum blaðamaður. Hann er fyrrum borgarstjóri borgarinnar Girona 2007-2016. Puigdemont var forseti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu frá janúar 2016 til október 2017 þegar spænsk stjórnvöld hröktu hann frá völdum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins. Hann flýði til Belgíu ásamt fimm ráðherrum í ríkisstjórn Katalóníu.