Fara í innihald

Carl Friedrich Gauss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Carl Friedrich Gauß

Johann Carl Friedrich Gauß (stundum ritað Gauss), (30. apríl 177723. febrúar 1855) var þýskur stærðfræðingur og vísindamaður. Framlag hans til ýmissa fræða telst mjög mikilvægt, ekki síst í talnafræði, stærðfræðigreiningu, rúmfræði, jarðfræði, eðlisfræði, stjörnufræði og sjónglerjafræði. Gauß hefur verið nefndur merkasti stærðfræðingur frá lokum fornaldar.

Gauss var undrabarn og margar sögur fara af undraverðum afrekum hans þegar í barnæsku. Hann gerði margar uppgötvanir í stærðfræði á táningsárum og var einungis 21 árs gamall þegar hann lauk við rit sitt Disquisitiones Arithmeticae, enda þótt það kæmi ekki út fyrr en 1801.

Lögmál Gauss er kennt við hann.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.