Cádiz
Útlit
(Endurbeint frá Cadiz)
Cádiz (nefnd „Gaðis“ í Hauksbók og „Karlsá“ í Víkingarvísum Sighvats Þórðarsonar) er borg á suðvesturströnd Spánar við Atlantshaf í héraðinu Andalúsíu. Borgin var stofnuð af Föníkum og er ein af elstu byggðu borgum Vestur-Evrópu. Hún hefur verið aðalhöfn spænska flotans frá því á 18. öld. Íbúar eru um 117 þúsund (2018).
Cádiz CF er knattspyrnulið borgarinnar.