Fara í innihald

Bylgjupappi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bylgjupappi
Bylgjupappír getur verið missterkur
Forsniðinn pappakassi

Bylgjupappi er tegund af pappa sem er unnin þannig að bylgjuð pappaplata er límd á eina eða milli tveggja sléttra pappaplatna. Algengt er að nota bylgjupappa sem umbúðir utan um vörur til að verja þær hnjaski. Pappaplöturnar sem bylgjupappi er gerður úr eru vanalega yfir 0,25 mm að þykkt.

Árið 1856 var fengið einkaleyfi á bylgjupappír sem þá var notuð sem líning fyrir háa hatta en þann 20. desember 1871 fékk Albert Jones í New York einkaleyfi á bylgjupappa en hann notaði þannig pappa til að vefja utan um flöskur og glerluktir. Fyrsta vélin til að fjöldaframleiða bylgjupappír var smíðuð árið 1874. Maður af skoskum ættum Robert Gair að nafni fann upp aðferð til að framleiða pappakassa í kringum 1890 þannig að kassarnir voru sniðnir út úr bylgjupappa og brotnir saman í kassa. Robert Gair var prentari og vann við að gera bréfpoka og dag einn þegar hann var að prenta pokana fór einn málmhlutur sem vanalega var notaður til að færa til poka úr stað og skar pokana í staðinn að færa þá til. Gair uppgötvaði þannig að með að skera og brjóta (mynda brot í) pappann um leið þá væri hægt að búa til pappabox sem auðvelt væri að setja saman. Auðvelt var að yfirfæra þessa aðferð einnig á bylgjupappa. Bylgjupappi var upphaflega notaður til að pakka gleri og pottum. Í kringum 1955 var farið að nota bylgjupappa til að pakka grænmeti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.