Byggingaverkfræði
Útlit
(Endurbeint frá Byggingaverkfræðingur)
Byggingaverkfræði er sérgrein innan verkfræði sem einblínir á hönnun, byggingu og viðhald á hinu byggða umhverfi, meðal annars á mannvirkjum svo sem vegum, brúum, göngum, skurðum, stíflum og byggingum. Byggingaverkfræði er önnur elsta sérgrein innan verkfræði á eftir hernaðarverkfræði. Hún skiptist í margar undirgreinar, svo sem byggingarlistarverkfræði, burðarþolsverkfræði, umhverfisverkfræði, jarðtækniverkfræði og flutningaverkfræði.
Byggingaverkfræði fer fram annars vegar af hálfu ríkisins í opinberum framkvæmdum og hins vegar í einkageiranum.