Fara í innihald

Brynhildur Þórarinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brynhildur Þórarinsdóttir (f. 27. ágúst 1970) er íslenskur rithöfundur, barnabókahöfundur og bókmenntafræðingur. Hún lauk M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 2004. Brynhildur hefur starfað við fjölmiðla og sem pistlahöfundur fyrir útvarp og prentmiðla og sem lektor í íslensku við Háskólann á Akureyri.

Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

Brynhildur hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Samtaka móðurmálskennara árið 1997 fyrir söguna Áfram Óli. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2004 fyrir söguna Leyndardómur ljónsins og Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögunum Njálu, Eglu og Laxdælu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]