Fara í innihald

Brynhildur Þórarinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[1]Brynhildur Þórarinsdóttir (f. 27. ágúst 1970) er íslenskur rithöfundur, barnabókahöfundur og bókmenntafræðingur. Hún lauk M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 2004. Brynhildur hefur starfað við fjölmiðla og sem pistlahöfundur fyrir útvarp og prentmiðla og sem lektor í íslensku við Háskólann á Akureyri. Hún er gift Þóroddi Bjarnasyni.[2]

Brynhildur hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Samtaka móðurmálskennara árið 1997 fyrir söguna Áfram Óli. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2004 fyrir söguna Leyndardómur ljónsins og Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögunum Njálu, Eglu og Laxdælu.

  • Smáralindar-Móri (2023)
  • Dularfulla hjólahvarfið (2022)
  • Dularfulla símahvarfið (2020)
  • Ungfrú fótbolti (2019)
  • Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir (2017)
  • Warriors of honour (2016, Oxford University press)
  • Njálssona saga og Kára. Brennunjáls saga seinni hluti (2015)
  • Hallgerðarsaga og Gunnars. Brennu-Njálssaga fyrri hluti (2015)
  • Egils saga (2014)
  • Blávatnsormurinn (2012)
  • Óskabarn: Bókin um Jón Sigurðsson (2011)
  • Gásagátan (2009)
  • Nonni og Selma: Fjör í fríinu (2008)
  • Nonni og Selma: Fjör í fyrsta bekk (2007)
  • Laxdæla (2006)
  • Egla (2004)
  • Leyndardómur Ljónsins (2004)
  • Njála (2002)
  • Lúsastríðið (2002)
  1. „Skáld.is“. skald.is. Sótt 12. desember 2024.
  2. akureyri.net. „Nútíma afturgöngur og Njála fyrir börnin“. akureyri.net. Sótt 13. desember 2024.