Broddþinur
Broddþinur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies bracteata (D. Don) A. Poit. | ||||||||||||||
Útbreiðslusvæði Abies bracteata
| ||||||||||||||
Nákvæmara útbreiðslukort af Abies bracteata
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Pinus venusta Douglas ex Hook. |
Abies bracteata, eða Broddþinur, er sjaldgæfur þinur, bundinn við hlíðar og botna grýttra gilja í Santa Lucia fjöllum við miðströnd Kaliforníu, Bandaríkjunum.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Þetta er 20 til 35 metra hátt tré, með grönnu, turnspírulegu formi. Börkurinn er rauðbrúnn með hrukkum, línum og kvoðublöðrum. Greinarnar eru niðursveigðar. Barrið er nálarlaga, og raðast í spíral eftir sprotanum, en er undið neðst til að standa út til hvorrar hliðar á sprotanum í tvemur framvísandi röðum með v laga geil ofan til á sprotanum; hart og stíft með hvössum enda, 3.5 tl 6 sm langt og 2.5 til 3 mm breitt, með tvær skærhvítar loftaugarákir að neðan. Könglarnir eru egglaga, 6 til 9 sm langir (að 12 sm með stoðblöðum), og er frábrugðinn öðrum þintegundum með að endi stoðblaðanna er mjög langur, útbreiddur, gulbrún burst (bristle) 3 til 5 sm langur; könglarnir sundrast að hausti til að losa vængjuð fræin. Karlkyns könglarnir eru 2 sm langir og losa frjóduftið að vori.
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- Conifer Specialist Group (1998). „Abies bracteata“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 11. maí 2006.
- Gymnosperm Database: Abies bracteata
- Photos of foliage
Viðbótar lesning
[breyta | breyta frumkóða]- Rogers, David Perfect Pattern of Silvan Perfection on the Symmetrical Plan, the Rare Santa Lucia Fir (1998)
- Ledig, F.Thomas; Hodgskiss, Paul D.; Johnson, David R. (júní 2006). „Genetic diversity and seed production in Santa Lucia fir (Abies bracteata), a relict of the Miocene Broadleaved Evergreen Forest“. Conservation Genetics. 7 (3): 383–398. doi:10.1007/s10592-005-9049-x.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- CalFlora Database: Abies bracteata (Santa Lucia fir)
- Jepson Flora Project Treatment: Abies bracteata
- Plantmaps.com: Interactive Distribution Map of Abies bracteata Geymt 5 apríl 2016 í Wayback Machine