Bruni
Útlit
(Endurbeint frá Brennsla)
Bruni er útvermið efnahvarf súrefnis og eldsneytis, þ.e. oxun, sem gerist það hægt að ekki myndast höggbylgja. Annars er talað um sprengingu. Við bruna getur myndast glóð og reykur, en eldur aðeins ef nægjanlegt súrefni er til staðar og hiti er nógu hár. Hvatberar frumna framkvæma bruna sem er það hægur að fruman og lífveran verður ekki fyrir tjóni af völdum hita.