Breiðnefur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Breiðnefur
Platypus.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Nefdýr (Monotremata)
Ætt: Breiðnefsætt (Ornithorhynchidae)
Ættkvísl: Breiðnefir (Ornithorhynchus)
Blumenbach, 1800
Tegund: Breiðnefur
Tvínefni
Ornithorhynchus anatinus
(Shaw, 1799)
Heimkynni breiðnefsins
Heimkynni breiðnefsins

Breiðnefur (fræðiheiti: Ornithorhynchus anatinus) er spendýr af ættinni breiðnefsætt. Þar sem breiðnefurinn hefur enga spena þrátt fyrr að vera spendýr þá nærast afkvæmi hans með mjólk sem ungviðin sækja í út um húðina líkt og hjá mjónefjum (fræðiheiti: Tachyglossus aculeatus). Breiðnefurinn er síðasta eftirlifandi tegund nefdýraættbálksins ásamt mjónefjum. Í lok 18. aldar barst skinn af furðulegri skepnu til London frá Ástralía. Breiðnefur eða eins og landnemar í Ástralíu kölluðu dýrið ,,vatnamoldvörpu“ og síðar meir var dýrinu gefið nafnið Ornithorhyncus, þ.e. „fuglsnef“. Það er vísindaheitið yfir þessar lífverur en hér á Íslandi nefnist dýrið breiðnefur. Dýrið er því með gogg og sundfit eins og fugl, skríður um og verpir eggjum eins og dýr af skriðdýraætt. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er hann spendýr og má sjá að breiðnefurinn er með loðinn feld sem er tákn spendýra. Þegar átti að greina dýrið og í hvaða flokki það ætti heima komust vísindamenn saman um það um spendýr er að ræða þrátt fyrir að líta ekki út eins og slíkt. Þrátt fyrir það er má sjá í hópi spendýra eru gjörólíkar lífverur, ljón, fílar og menn.[1]

Heimkynni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðnefurinn lifir hvað helst í ám í Eyjaálfu. Dýrið syndir í ám í austanverðri Ástralíu. Þó svo að þetta sé aðal heimkynni dýrsins er breiðnefurinn ekki útbreiddur um Ástralíu. Einnig hefur dýrið verið á slóðum eyjunnar Tasmaníu eins og má greina út frá myndinni hér til hliðar. Þar sem dýrið flokkast undir að vera vatnadýr og þarf stöðugt að hafa aðgang af vatni getur breiðnefurinn ekki lifað hvar sem er. Í vatni á breiðnefurinn auðvelt með að athæfa sig. Feldur hans er vatnshrindandi og syndir hann um ár og vötn auðveldlega þar sem tær hans hafa þróað með sér sundfit.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Breiðnefur í öllu sínu veldi

Útlit breiðnefsins verður að teljast mjög sérkennilegt sem varð til þess að þegar vísindamenn kynntu þetta spendýr fyrir heiminum töldu margir að um grín væri að ræða.Dýrið svipar til kanínu í feld og stærð. Breiðnefurinn er með loðinn feld sem er ekki það sérkennilega í útliti breiðnefsins því dýrið er með sundfit fyrir fætur og stórt flatt nef eins og önd. Þegar vísindmenn fengu á borð til sín dýrið kom það verulega á óvart að dýrið hafði ekki hart fuglsnef heldur var mjúkur og leðurkenndur.[2]

Mataræði[breyta | breyta frumkóða]

Fæða breiðnefsins er fjölbreytt en leitast hann hvað helst að nærast á allskyns smádýrum. Þau finnur hann á árbotninum og einnig nærist hann á allskyns vantaskordýrum m.a. skákröbbum, vatnarækjum, sniglum, ormum, halakörtum og smáfiskum.

Fæðuöflun[breyta | breyta frumkóða]

Breiðnefurinn býr sér til bæli við ár- og vatnaárbakka. Í bæli sínu er breiðnefurinn mikið og þá sérstaklega yfir daginn og á næturnar. Í ljósaskiptum fer hann á ferðina í matarleit sem hann finnur á þessum slóðum. Þar líkist hann mikið til fæðuöflun fiska því þeirra helsti tími er einnig í ljósaskiptunum. Þó svo að þeirra helsti tími í fæðuöflun sé við ljósaskiptin geta þeir einnig verið virkir í fæðuöflun yfir daginn í þoku og rigningu.

Nokkrar staðreyndir um breiðnefinn[breyta | breyta frumkóða]

  • Breiðnefurinn og mjónefurinn eru einu spendýrin í heiminum sem frjóvga ekki sín egg inni í líkama kvendýrsins heldur verpa þær eggjunum.
  • Líkamshiti breiðnefsins er um 32°C en hefur þó engu að síður jafnheitt blóð.
  • Á afturfótum karldýrsins eru holur þar sem hann geymir eitur.
  • Um aldamótin 1900 var breiðnefurinn veiddur aðeins fyrir feldinn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. David Attenborough. Óskar Ingimarsson þýddi. Lífið á jörðinni. Reykjavík: Mál og menning.
  2. David Attenborough. Óskar Ingimarsson þýddi. Lífið á jörðinni. Reykjavík: Mál og menning.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.