Brúnaðar kartöflur
Útlit
Brúnaðar kartöflur er kartöfluréttur þar sem kartöflurnar eru soðnar og síðan er sykur bræddur á pönnu ásamt smjöri eða smjörlíki, kartöflurnar settar út í og velt upp úr sykurbráðinni. Íslendingar bera fram brúnaðar kartöflur með ýmsum veisluréttum, svo sem lamba- og svínasteik, t.d. á jólum. Rétturinn er upprunninn í Danmörku og er í erlendum uppflettiritum um mat yfirleitt talinn danskur sérréttur.