Bráðafár

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Bráðafár eða bráðapest er bráðdrepandi bakteríusjúkdómur. Veikin leggst einkum á lömb og veturgamalt sauðfé á haustin, sérstaklega þegar snöggkólnar í veðri. Bráðafár hefur verið þekkt á Íslandi frá 18. öld. Til er bóluefni við bráðafári.

Orsök[breyta | breyta frumkóða]

Bakterían er af völdum Clostridium septique sem myndar eiturefni í meltingarfærum kindarinnar. Þetta veldur bráðum dauða.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Veikin er mjög bráð og fara einkenni oft framhjá bændum. Kindin sýnir greinilega merki um vanlíðan, þembist upp og ef hún leggst getur hún drepist mjög fljótt. Skrokkuinn blæs upp og af honum leggur slæma lykt. Ef hann er krufinn sjá bólgur og blæðingar í vinstur.

Bráðpest leggst fyrst og fremst á yngra féð, lömb, veturgamalt og einstaka eldri kindur, oft þær vænustu.

  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.