Bouasone Bouphavanh
Útlit
Bouasone Bouphavanh (fæddur 3. júní, 1954 í Saravan-héraði í suður Laos) er fyrrverandi forsætisráðherra Laos. Hann var valinn til embættis af Þjóðþingi Laos 8. júní 2006, um leið og ríkisstjórnin var öll stokkuð upp. Hann tók við embætti af Bounnhang Vorachith sem var valinn varaforseti. Bouasone hafði frá 2003 gegnt embætti varaforsætisráðherra. Bouasone lét af embæti sem forsætisráðherra 23 desember 2010
Bouasone er menntaður frá Sovétríkjunum og telst til hinnar nýju kynslóðar sem nú eru búnir að taka við forystu í Byltingarflokki Laoskrar alþýðu. Árið 1975 gegndi hann mikilvægu hlutverki sem stúdentaleiðtogi í Vientiane og skipulagði mótmælaaðgerðir gegn andstæðingum Pathet Lao.