Boston-háskóli
Útlit
- Um skólann á Chestnut Hill, sjá Boston College.
Boston-háskóli (enska Boston University eða BU) er einkarekinn rannsóknarháskóli í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum. Skólinn rekur sögu sína aftur til Newbury Biblical Institute í Newbury í Vermont sem var stofnaður árið 1839.
Við skólann stunda meira en 30.000 nemendur nám en Boston University er fjórði stærsti einkarekni háskóli Bandaríkjanna. Skólinn er á tveimur háskólasvæðum, annað liggur við Charles River í Fenway-Kenmore-hverfinu í Boston en hitt liggur beggja megin Massachusetts Turnpike-hraðbrautarinnar. Læknaskóli Boston University er South End-hverfi Boston borgar.