Borgin okkar Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Borgin okkar Reykjavík er stjórnmálaafl sem stofnað var árið 2018 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar það ár. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina er oddviti flokksins. Helstu stefnumál eru að skapa betri umgjörð fyrir skólastjórnendur og kennara, banna snjallsímanotkun í grunnskólum, auka framboð á lóðum, úrlausn samgöngumála, halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri og bæta umferðaröryggi. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sveinbjörg Birna oddviti nýs framboðs Rúv, skoðað 15. maí, 2018