Borgarey
Útlit
Borgarey er ein af þremur eyjum á Ísafjarðardjúpi. Þar er æðarvarp og mikil lundabyggð og eru nytjar af eynni hlunnindi prestsetursins í Vatnsfirði. Borgarey er innsta og minnsta eyjan á Ísafjarðardjúpi, minni en bæði Æðey og Vigur. Eyjan var síðast í byggð í kringum aldamótin 1900 en takmarkaður aðgangur að ferskvatni hamlaði byggð þar.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða] Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.