Fara í innihald

Silkiormur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bombyx mori)
Silkiormur
Prómeþeifssilkiormur
Prómeþeifssilkiormur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Silkifiðrildaætt (Bombycidae)
Ættkvísl: Bombyx
Tegund:
B. mori

Tvínefni
Bombyx mori
Carolus Linnaeus, 1758

Silkiormur (fræðiheiti Bombyx mori) er lirfa mölfiðrildis og er notaður við framleiðslu á náttúrulegu silki. Silkiormar lifa eingöngu á laufi mórberjatrésins (Morus alba). Hann er upprunninn í norðurhluta Kína.

Silkiormurinn dregur nafn sitt af því að hann spinnur um sig lirfuhýði úr hrásilki. Hýðið er gert úr einum heilum, 300 til 900 metra löngum silkiþræði.

Silkiormar éta nær stanslaust dag og nótt og vaxa því mjög hratt. Þegar höfuð þeirra dökknar merkir það að þeir muni brátt skipta um ham. Eftir fjögur hamskipti verða líkamar þeirra gulleitir sem merkir að þeir séu í þann mund að fara að hjúpa sig með silki. Ef fiðrildislirfan fær að vaxa óáreitt, étur hún sig út úr hýðinu og klippir með því þræðina í sundur þannig að silkið verður ónothæft. Silkiormarnir eru því oftast drepnir með því að setja þá í heitt vatn. Það gerir það líka auðveldara að rekja úr silkiþræðinum. Ormurinn sjálfur er oft étinn.

Fullorðið mölfiðrildi silkiormsins hefur verið ræktað til silkiframleiðslu og er ófleygt. Það er kallað silkifiðrildi. Erfðamengi silkiormsins hefur verið rannsakað í þaula vegna efnahagslegs mikilvægis hans.