Bogolan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bògòlanfini efni

Bogolan eða Bògòlanfini er handspunnið baðmullarefni frá Malí sem er litað með gerjaðri mold.

Bògòlanfini á markaði í Enndé

Hefð er fyrir að karlmenn sjái um vefnaðinn en konur sjá um litunina. Notaðir eru mjóir vefstólar þar sem um 15 sm ræmur af baðmull eru ofnar og síðan saumaðar saman í klæði sem eru um 1 m breið og 1.5 m löng.

Litunin fer þannig fram að efnið er lagt í bleyti í seyði af gallama tré (Anogeissus leiocarpus) og verður efnið þá gult á litinn. Efnið er sólþurrkað og á það eru máluð mynstur á. Litarefnið sem málað er með mold sem safnað er úr árfarvegum og gerjuð í um eitt ár í leirkeri. Litarefnið er borið vandlega og oft á þá fleti sem á að lita. Efnabreyting á sér stað milli moldar og efnis og efnið litast varanlega brúnt. Gula n'gallama litarefnið er svo fjarlægt úr efninu með að þvo það með sápu eða bleikja það og verður það að efninu sem ekki var málað efnið þá hvítt. Liturinn verður í byrjun mjög dökkbrúnn en breytist með tímanum í aðra brúntóna.

Í kringum Mopti og Djenné er notuð einfaldari aðferð þar sem efnið er litað gult í wolo upplausn sem gerð er úr laufum af Terminalia avicennoides og síðan máluð á það svört mynstur. Guli liturinn er fjarlægður og er þá efnið svart og hvítt eða málað dökkappelsínugult með upplausn úr berkinum af M'Peku (Lannea velutina). Mikið magn af bogolan efni er framleitt fyrir ferðamenn með þessari einfaldari tækni og oft málað með stenslum á gulan eða appelsínugulan bakgrunn. Bogolan efni var frá fornu fari klæði sem veiðimenn notuðu sem felubúning, verndartákn eða til að sýna stöðu sína.

Bogolanfini skyrta

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]