Blóðþrýstingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blóðþrýstingur

Blóðþrýstingur er sá þrýstingur sem blóðið beitir á veggi æðakerfisins. Mestur af þessum þrýstingi kemur til vegna krafts frá hjartanu þegar það dælir blóði.

Þegar talað er um blóðþrýsting á fólk vanalega við þrýstinginn í stóru slagæðunum. Þar sem þrýstingur sveiflast til vegna samdráttar hjartans eru tveir hlutir athugaðir: mesti þrýstingur sem mælist þegar hjartað slær (slagþrýstingur)[ath. 1] og lægsti þrýstingur sem mælist milli tveggja hjartslátta (fylliþrýstingur).[ath. 2]

Eðlilegur slagþrýstingur er á bilinu 120 mmHg[ath. 3] til 130 mmHg. Eðlilegur fylliþrýstingur er á bilinu 80 mmHg til 85 mmHg. Þegar þrýstingur fer yfir þessi mörk er talað um háþrýsting.

Athugasemdir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kallað slagþrýstingur, slagbilsþrýstingur, eða systólískur þrýstingur.
  2. Kallað fylliþrýstingur, þanþrýstingur, eða díastólískur þrýstingur.
  3. Millimetrar kvikasilfurs (mmHg) er mælieining á þrýsting.