Fara í innihald

Bláklukkubálkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bláklukka (Campanula rotundifolia) heyrði áður undir bláklukkubálk.

Bláklukkubálkur (fræðiheiti: Campanulales) var ættbálkur blómplantna. Ættbálkurinn var notaður undir Cronquist-flokkunarkerfinu en síðan APG-kerfið var birt hefur bláklukkubálkur að mestu leyti verið talinn tilheyra körfublómabálki (Asterales), fyrir utan ættkvíslina Sphenoclea, sem tilheyrir nú kartöflubálki (Solanales).

Þær ættir sem áður tilheyrðu bláklukkubálki eru eftirfarandi, ásamt fjölda ættkvísla og tegunda:

  • Pentaphragmataceae - 1 ættkvísl, Pentaphragma með 30 tegundum frá Suðaustur-Asíu.
  • Sphenocleaceae - 1 ættkvísl með 2 tegundum.
  • Campanulaceae (Bláklukkuætt) - 84 ættkvíslir með nærri því 2400 tegundum.
  • Stylidiaceae (Gikkjurtaætt) - 5 ættkvíslir með yfir 240 tegundum.
  • Donatiaceae - heyrir nú undir gikkjurtaætt.
  • Goodeniaceae - 12 ættkvíslir með 404 tegundum.
  • Brunoniaceae - aðeins ein tegund, Brunonia australis, sem tilheyrir nú Goodeniaceae.