Blaðlúsaætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blaðlúsaætt
Aphis glycines, sojabaunalús
Aphis glycines, sojabaunalús
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Skortítur (Hemiptera)
Yfirætt: Aphidoidea
Ætt: Aphididae
Latreille, 1802
Undirættir [1]

Blaðlýs eða blaðlúsaætt[1] (fræðiheiti: Aphididae) er mjög stór ætt skordýra. Nokkur þúsund tegundir eru í ættinni og margar þeirra þekkt meindýr á plöntum. Þetta er einnig sú ætt sem er mesti smitberi plöntuvírusa (um 200 þekktir) og er Myzus persicae sú sem ber með sér flestar tegundir þeirra.

Egg Cinara strobi á furu

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Blaðlýs eru lítil (yfirleitt undir 3 mm), lin og perulaga skordýr. Þær eru jurtasugur, yfirleitt sérhæfðar á einni eða fáum tegundum.[2]

Þegar þær sjúga safann úr plöntunum fá þær það mikið af sykrum miðað við prótín að þær geta ekki nýtt sykrurnar nema að litlu leyti. Fyrir vikið gefa þær af sér svonefnda hunangsdögg sem til dæmis maurar og býflugur nýta sér. Í sumum tilfellum halda maurarnir þær eins og kýr og færa eftir þörfum og verja.[3]

Ættkvíslir[breyta | breyta frumkóða]

Það er mikikll fjöldi ættkvísla sem eru teknar fyrir í hverri undirætt. Undirættirnar má sjá hér til hliðar.

Valdar tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Blaðlúsaætt Geymt 11 apríl 2019 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands
  2. Richards, O. W.; Davies, R.G. (1977). Imms' General Textbook of Entomology: Volume 1: Structure, Physiology and Development Volume 2: Classification and Biology. Berlin: Springer. ISBN 0-412-61390-5.
  3. Styrsky JD, Eubanks MD (janúar 2007). „Ecological consequences of interactions between ants and honeydew-producing insects“. Proceedings. Biological Sciences. 274 (1607): 151–64. doi:10.1098/rspb.2006.3701. PMC 1685857. PMID 17148245.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Á vefsíðu UF / IFAS Featured Creatures:


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.