Bláskógar
Útlit
Bláskógar nefnist landsvæðið norðan, vestan og sunnan Þingvallavatns, þ.e. Þingvallaskógur og Þingvallahraun, allur sigdalurinn, skógi og kjarri vaxinn. Bláskógar við Þingvelli eru nefndir í Íslendingabók þar sem kemur fram að maður að nafni Þórir kroppinskeggi sem átti land í Bláskógum hafði orðið sekur um morð á þræl eða leysingja. Talið er líklegt að Þórir hafi búið á þeirri jörð sem síðar varð Þingvöllur. Land hans varð þess vegna allsherjarfé og lagt til alþingis.
Sveitarfélagið Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Bláskógabyggð - Saga sveitarfélagsins Geymt 10 september 2011 í Wayback Machine
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.