Blálandsdrottning
Útlit
Blálandsdrottning eða Edzell Blue er best þekkta afbrigðið af bláum kartöflum. Það er þekkt frá 19. öld en var fyrst skráð árið 1915 í Bretlandi. Það heitir eftir þorpinu Edzell í Skotlandi. Blálandsdrottning er hnöttótt með djúp augu og ljóst mjölmikið kjöt og springur auðveldlega við suðu. Hún hefur lítið þol gegn kartöflumyglu.