Bjartur í Sumarhúsum
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Bjartur í Sumarhúsum (Guðbjartur Jónsson) er skáldsagnapersóna í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness.
Sagan hefst á því að Bjartur, sem hefur verið vinnumaður á stórbýlinu Útirauðsmýri í 18 ár og látið sig dreyma um að vera sjálfstæður fær tækifæri til þess þegar hann er keyptur til að taka að sér konu sem er þunguð eftir annan mann. Hann kaupir lítið, afskekkt kot, gefur því nafnið Sumarhús og flytur þangað með Rósu konu sína og nokkrar kindur. Bjartur er þver og sjálfstæður bóndi sem hugsar fyrst og fremst um kindurnar sínar og metur þær og sjálfstæðið meira en allt annað. Honum þykja kindurnar gefa sér sjálfstæði.[heimild vantar]
Bjartur er einþykkur, hryssingslegur og ofbeldisfullur, fer illa með alla sína nánustu, hagar sér eins og einræðisherra og hugsar aldrei um þarfir annarra en sjálfs sín.[heimild vantar] Eiginkonur Bjarts, fyrst Rósa og síðar Guðfinna, vija fá kú á bæinn til að geta fengið mjólkursopa á hverjum degi en það finnst Bjarti hinsvegar fásinna því „bölvuð beljan mundi éta allt heyið frá rollunum“, eins og hann segir.
Hann berst alla ævi við að halda svokölluðu sjálfstæði sínu en færir fyrir það miklar fórnir og í sögulok hefur hann tapað öllu og er á leið enn lengra inn í heiði, á enn aumara kot, með dauðveika fósturdóttur sína, Ástu Sóllilju, og börn hennar. Segja má að eftirfarandi tilvitnun í lokakaflann beri í sér kjarnann í sögunni: „Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu."