Guðfinna (Sjálfstætt fólk)
Útlit
Guðfinna, sem er kölluð Finna, er seinni eiginkona Bjarts í Sumarhúsum í bókinni Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness. Hún er dóttir Hallberu sem flytur með henni í Sumarhús. Hún hefur eignast 7 börn en aðeins 3 uppkomin, drengina Helga, Guðmund (Gvend) og Jón (Nonna).