Bjarni Ómar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Bjarni Ómar Haraldsson, þekktastur sem Bjarni Ómar (fæddur 24. maí 1969) er íslenskur tónlistarmaður.

Bjarni er fæddur á Akureyri árið 1969. Foreldrar hans eru Haraldur E. Jónsson og Aðalheiður Björnsdóttir. Fjölskyldan bjó fyrst um sinn á Akureyri en árið 1975 fluttist hún til Raufarhafnar þar sem Bjarni bjó óslitið til ársins 2003 þegar hann fluttist til Hólmavíkur. Í ágúst 2012 var enn komið að flutningum en þá færði Bjarni sig um set ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur þar sem hann starfar nú hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Bjarni er í sambúð og á hann tvö börn.

Bjarni hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður, í yfir tuttugu ár með hljómsveitinni Kokkteill ( Antik) frá Raufarhöfn og sem trúbador ásamt því að hafa tekið þátt í alls konar tónlistarverkefnum.

Bjarni hefur gefið út tvær sólóplötur sem báðar má finna á helstu tónlistarveitum s.s. Spotify. Árið 1998 sendi hann frá sér plötuna Annað líf. Sú plata var tekin upp á Akureyri og unnin í samstarfi við Borgar Þórarinsson sem sá um upptökustjórn og hljóðvinnslu. Annað líf inniheldur tólf lög sem Bjarni samdi á árunum 1987 – 1998. Um helmingur texta plötunnar eru eftir Bjarna en ýmsir textahöfundar komu að textagerð eins og Jónar Friðrik Guðnason og Oddur Bjarni Þorkelsson. Svavar Hafþór Viðarsson sá um umslagshönnun og grafík. Önnur sólóplata Bjarna, Fyrirheit, kom út árið 2008. Fyrirheit hefur að geyma tólf lög og eru flestar lagasmíðarnar melódískt popp í rólegri kantinum. Ástin og samkipti kynjanna skipa stórt hlutverk í textagerð þeirrar plötu. Bjarni Ómar á sex texta á plötunni en auk hans koma sex aðrir höfundar að textagerð þar á meðlal var sdamstarfið við Jónar Friðrik og Odd endurnýjað en Helgi Jónsson úr Írafár og Arnar Jónsson (Hemúll) eigi einnig texta á plötunni. Upptökur fóru fram í júní til september 2008. Tekið var upp í stúdíó Hljóðhimnum í Hornslet í Danmörku og hjá Kristjáni Edelstein í stúdíó Hljóðlist á Akureyri. Þá var sumarbústaðnum Brekkuseli á Ströndum breytt í stúdíó í eina viku í júlí 2008 þar sem allar bakraddir voru teknar upp. Eftirvinnsla og mastering fór síðan fram stúdíó Hljóðhimnum í Danmörku. Upptökustjórn og útsetningar voru í höndum Borgars Þórarinssonar en hann var einnig upptökumaður og sá um masteringu. Ólafur Númason sá um umbrot og umslagshönnun.

Í gegnum tíðina hefur Bjarni starfað við ýmislegt meðfram tónlistinni sem hefur verið svona hliðarverkefni. Dæmi um störf er vinna í áhaldahúsi, húsaviðhald, sem hafnarvörður og vigtarmaður, togarasjómennsku, umboðsmennska fyrir Olíuverslun Íslands og stjórnunarstörf til dæmis sem framkvæmdastjóri fjarvinnslufyrirtækisins Íslensk miðlun og sem æskulýðs og íþróttafulltrúi á Raufarhöfn.

Á Raufarhöfn hóf hann kennslustörf, fyrst við Tónlistarskólann frá árinu 1993 og síðan í forfallakennslu við Grunnskólann á árunum 1996 – 1999. Hann hóf síðan kennslustörf í fullu starfi sem leiðbeinandi við Grunnskólann á Raufarhöfn haustið 2000 en auk þess kenndi hann tónlist áfram við Tónlistarskólann. Árið 2006 útskrifaðist hann með B.A - próf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Kennaraháskóla Íslands, Kennsluréttindanámi árið 2008 og leyfisbréf sem framhaldsskólakennari og Grunnskólakennaraprófi árið 2010. Á Hólmavík starfaði Bjarni sem tónlistarkennari, síðar deildarstjóri við tónlistarskólann og sem aðstoðarskólastjóri við Grunn- og Tónskólann. Árið 2010 varð Bjarni skólastjóri þessara skóla og starfaði þartil ársins 2012 þegar hann tók við starfi sérfræðings á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samhliða þessum störfum starfaði hann meðal annars sem forstöðumaður vinnuskólans á Raufarhöfn og Hólmavík, þjálfari fyrir íþróttafélögin Austra og Geislann og var framkvæmdastjóri til þriggja ára og einn hugmyndasmiða að bæjarhátíðinni Hamingjudagar á Hólmavík árin 2005 – 2007.

Þá hefur Bjarni Ómar komið að ýmsum verkefnum sem tengjast þróun grunn- og tónlistarskóla, verið í ýmsum félagsstörfum svo sem formaður skólanefnda, í stjórn foreldrafélaga, stjórnum íþróttasambanda og íþróttafélaga svo eitthvað sé nefnt.