Fara í innihald

Bjarnarkló

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bjarnarkló

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt: Sveipjurtaætt (Apiaceae)
Ættkvísl: Heracleum
Tegund:
Bjarnarkló

Tvínefni
Heracleum mantegazzianum
Sommier & Levier

Bjarnarkló eða tröllahvönn (fræðiheiti: Heracleum mantegazzianum)[1] er stórvaxin sveipjurt sem upprunnin er í Kákasus og Mið-Asíu. Jurtin getur orðið 2-5 m há og stundum allt að 7 m. Bjarnarkló líkist venjulegri hvönn nema er miklu stórvaxnari.

Bjarnarkló er fjölær og fjölgar sér með fræjum. Blómin eru hvít og eru blómsveipirnir allt að 80 sm í þvermál.

Bjarnarkló (nærmynd)

Bjarnarkló er talin til ágengra tegunda. Hún hefur verið flutt inn til Evrópu sem skrautplanta en breiðst út í náttúrunni og myndað þéttar breiður þar sem skilyrði eru góð. Bjarnarkló er algeng meðfram árbökkum í Bretlandi. Hún var kynnt í Frakklandi á 18. öld og var þá vel tekið af býræktendum.

Bjarnarkló myndar eiturefni þannig að safi af bjarnarkló getur valdið bruna á hörundi í sólarljósi eða í UV-geislum. Húðin verður rauð og klæjar undir, en í alvarlegri tilfellum getur hún valdið 2 stigs brunasár. Börn ættu ekki að vera á svæðum þar sem bjarnarkló vex og nota ætti hlífðarfatnað (líka hlífðargleraugu) ef þarf að grafa upp eða flytja slíkar plöntur. Ef húð kemst í snertingu við safa bjarnarklóar þá á að þvo húðsvæðið vel með sápu og vatni og forðast sólarljós í nokkra daga og leita til læknis.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]