Birgir Sigurðsson
Birgir Sigurðsson, (28. ágúst 1937 – 9. ágúst 2019) var íslenskur rithöfundur og leikskáld.
Ævi og fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Birgir fæddist í Reykjavík, sonur Sigurðar Ingimars Helgasonar, myndlistarmanns og sjómanns, og Friðbjargar Jónsdóttur húsmóður. Birgir ólst upp í Reykjavík, lauk kennaraprófi frá KÍ 1961, stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík í fimm ár og söngnám í Amsterdam 1967. Birgir var blaðamaður á Tímanum 1961-64. Hann var kennari í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, Þinghólsskóla í Kópavogi og skólastjóri Ásaskóla í Gnúpverjahreppi og í Hrísey þar til hann sneri sér alfarið að ritstörfum árið 1979. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi.[1]
Skáldaferill
[breyta | breyta frumkóða]Eftir Birgi liggja ritverk; leikrit, skáldsögur, ljóð, þýðingar og fræðirit auk kvikmynda.[2] Þekktasta leikrit Birgis er líklega Dagur vonar.
Leikverk
[breyta | breyta frumkóða]- Pétur og Rúna, 1972
- Selurinn hefur mannsaugu, 1974
- Skáld-Rósa, 1978
- Grasmaðkur: Leikrit í fjórum þáttum, 1983
- Dagur vonar, 1987
- Óskastjarnan, 1998
- Dínamít, (flutt 2005)
Þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]- Barn í garðinum, eftir Sam Shephard
- Glerbrot, eftir Arthur Miller
- Köttur á heitu blikkþaki, eftir Tennessee Williams
- Grasið syngur, eftir Doris Lessing
- Marta Quest, eftir Doris Lessing
Skáldsögur
[breyta | breyta frumkóða]- Frá himni og jörðu, 1989 (smásögur)
- Marta Quest, 1990
- Hengiflugið, 1993
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Verk hans Dagur vonar sem var tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1989. Birgir var varaformaður Rithöfundasambands Íslands 1982-1986, var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1985-87 og átti m.a. sæti í stjórn Listahátíðar og úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Hann var heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur. Birgir var á árinu 2019 gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambands Íslands.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Andlát: Birgir Sigurðsson rithöfundur“. www.mbl.is. Sótt 19. ágúst 2019.
- ↑ „Birgir Sigurðsson | Bókmenntavefur“. Bókmenntaborgin - Reykjavík bókmenntaborg UNESCO (enska). 15. apríl 2014. Sótt 20. ágúst 2019.