Binnenhof
Binnenhof er heiti á kastalaklasa í borginni Haag í Hollandi og er aðsetur hollenska þingsins. Í Riddarasalnum, sem er tengibygging, er opinbert hásæti þjóðhöfðingja Hollands.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Binnenhof er orðin gömul bygging. Ekki liggur alveg fyrir hversu gamall elsti hlutinn er en fundist hafa múrveggir frá 12. eða 13. öld. Öryggt þykir þó að Vilhjálmur II greifi af Hollandi reisti sér kastala árið 1250 en entist ekki æfin til ljúka verkinu. Sonur hans, Floris V, hélt verkinu áfram og gerði kastalann að aðalaðsetri sínu að honum fullloknum 1291. Kastali þessi stækkaði nokkuð á næstu öldum er nýrri álmur voru reistar. Seint á 16. öld varð kastalinn aðsetur uppreisnarstjórnar Hollands gegn Spánverjum í sjálfstæðisstríðinu. Segja má að þetta hafi verið upphafið að stjórn Hollands í byggingunni. Á þeim tíma voru síki allt í kringum kastalann. Þau eru að mestu horfin í dag, fyrir utan lítið lokað síki. 1815 urðu Haag og Brussel höfuðborgir konungsríkisins Niðurlanda. Þingað var í sitthvorri borginni á tveggja ára fresti. Á þeim tíma sat þingið í Binnenhof í tvö ár í senn. Þegar Belgía sagði skilið við konungsríkið, varð Haag að stjórnarsetri Hollands. Binnenhof varð að þinghúsi og stjórnarráði. Svo er enn í dag. Í byggingunni eru báðar deildir hollenska þingsins til húsa. Neðrideildin fundar í Ballsalnum svokallaða allt frá 1790 til 1992. Á því ári var nýbygging tekin í notkun þar sem þingið er til húsa í gluggalausum græn/bláum sal. Ekkert sólarljóst kemst þar inn.
Ridderzaal
[breyta | breyta frumkóða]Einn merkasti hluti kastalans er Riddarasalurinn. Hann líkist helst lítilli kirkju að utan, með tvo turna sitthvoru megin við innganginn. Riddarasalurinn var reistur af Floris V og lauk verkinu 1280. Salurinn var móttöku- og fundarsalur greifanna af Hollandi. Þó að salurinn hafi þjónað sem nokkurs konar miðpunktur stjórnarfars í Hollandi í gegnum aldirnar, ákvað Loðvík Napoleon, konungur Niðurlanda, að færa formlegt aðsetur sitt til Amsterdam. Riddarasalurinn missti því pólitískt gildi sitt og var notaður sem hesthús, herspítali og annað meðan Frakkar réðu landinu í upphafi 19. aldar. Þegar Frakkar hurfu úr landi, fékk Riddarasalurinn andlitslyftingu. Síðan 1904 hafa þjóðhöfðingjar Hollands haldið stefnuræðu konungs/drottingar í salnum. Þar er enn í dag opinbert hásæti þjóðhöfðingjans að finna. Ræða drottningar fer fram á Prinjesdag (prinsadeginum). Viðstaddir ræðuna eru konungsfjölskyldan, forsætisráðherra, ríkistjórnin, meðlimir efri og neðri deildar hollenska þingsins, sérstakir heiðursgestir og fjölmiðlar. Árið 1907 var önnur friðarráðstefnan í Haag haldin í Riddarasalnum, en hún var undanfari stofnunar Alþjóðadómstólsins. Efri deild hollenska þingsins notaði salinn 1994-95, þar sem salarkynni þess var í endurbyggingu. Riddarasalurinn var friðaður 2003 sem Rijksmonument (ríkistákn).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Binnenhof“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. september 2011.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Ridderzaal“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. september 2011.