Bill Cosby

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cosby árið 2011

William Henry "Bill" Cosby, Jr. (f. 12. júlí 1937) er bandarískur leikari og skemmtikraftur. Hann hóf feril sinn sem uppistandari víðsvegar um Bandaríkin snemma á 7. áratug 20. aldar, kom fram í The Tonight Show sumarið 1963 og fékk í kjölfarið útgáfusamning hjá Warner Bros. Records. Árið eftir fékk hann annað aðalhlutverkið í njósnaþáttunum I Spy hjá NBC. Hann lék í eigin grínþáttaröð The Bill Cosby Show 1969 – 1971. Árið 1972 hóf teiknimyndaþáttaröðin Fat Albert and the Cosby Kids göngu sína hjá CBS. Cosby notaði þættina sem hluta af doktorsritgerð sinni í kennslufræði. Þekktasta sjónvarpsþáttaröð Cosbys, The Cosby Show, hóf göngu sína á NBC árið 1984 og gekk til 1992. Þetta voru vikulegir grínþættir sem fjölluðu um læknisfjölskyldu í Brooklyn í New York-borg.

Cosby hefur verið sakaður um kynferðislega misbeitingu fjölda barna. Einnig hafa yfir 50 konur sakað hann um nauðgun með eða án lyfjagjafar. Í september árið 2018 var Cosby dæmdur í minnst þriggja ára fangelsi fyrir þrjár ákærur um kynferðisafbrot.[1][2] Í júní árið 2021 sneri hæstiréttur í Pennsylvaníu hins vegar við þeim dómi vegna samkomulags sem Cosby hafði gert við fyrrverandi saksóknara.[3]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Bill Cos­by dæmd­ur í fang­elsi“. mbl.is. 25. september 2018. Sótt 30. mars.
  2. Margrét Helga Erlingsdóttir (25. september 2018). „Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi“. Vísir. Sótt 30. mars.
  3. Lovísa Arnardóttir (30. júní 2021). „Hæsti­réttur snýr við dómi í máli Bill Cos­by“. Fréttablaðið. Sótt 30. júní.
  Þetta æviágrip sem tengist sjónvarpi og kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.