Biblíubrúður
Biblíubrúður (stundum kallaðar Egli-brúður) eru handgerðar brúður, ýmist 30, 50 eða 70 cm háar. Þær eru hugsaðar til að gera sögur Biblíunnar sýnilegri. Biblíubrúðurnar eru andlitslausar svo að skilningur á tjáningu þeirra mótist ekki af svipbrigðum brúðanna heldur skilningi áhorfandans. Þær eru úr sveigjanlegri vírgrind sem gerir þær hreyfanlegar. Blýfætur gefa þeim þá hæfileika að standa, krjúpa eða „ganga“. Þannig geta þær sýnt tilfinningar og aðstæður úr sögum. Hægt er að breyta brúðunum með því að skipta um föt þeirra, en fötin eru gerð úr náttúrulegum efnum.
Biblíubrúður opna nýja óvenjulega nálgun á sögur biblíunnar. Senurnar gefa áhorfendum möguleika til að finna sjálfa sig í persónum biblíunnar og boðskap hennar.
Yfirleitt eru biblíubrúður notaðar í fræðslu um biblíusögur í sunnudagaskóla eða annars staðar þar sem kristin fræðsla fer fram. Vinsælast er að stilla upp tveimur brúðum sem sýna Maríu og Jósef við jötu Jesúbarnsins.
Biblíubrúður á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Nokkrar kirkjur nota biblíubrúður í sunnudagaskólum og öðru starfi á Íslandi og hafa gert það frá árinu 2005 en þá voru fyrstu námskeiðin í gerð Biblíubrúða haldin á Íslandi.
Biblíubrúðurnar framleiddar í Sviss
[breyta | breyta frumkóða]Grunnbrúðurnar sem biblíubrúðurnar eru föndraðar utan um eru framleiddar hjá Stiftung Brändi í Horw í Sviss. Árið 2007 var eftirspurnin orðin slík að átta fatlaðir einstaklingar vinna við gerð grunnbrúðanna.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Biblische Erzählfiguren“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. ágúst 2007.