Fara í innihald

Between Mountains

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Between Mountains er hljómsveit sem sigraði Músíktilraunir í apríl 2017.[1][2]

Hljómsveitin var stofnuð í mars 2017 af Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur frá Suðureyri í Súgandafirði og Ásrósu Helgu Guðmundsdóttur frá Núpi í Dýrafirði. Katla söng, samdi lögin og textana og spilaði á hljómborð og Ásrós söng og spilaði á xylófón og harmónikku.[3][4][5]

Þann 25. október 2019 birtist á Between Mountains Facebook síðunni að hljómsveitin myndi ekki starfa áfram sem dúett:

Hey everyone! So Little Lies is out and the new album will be released in a week, on November 1. Releasing this album will mark the end of Between Mountains as a duo because Ásrós has decided to point her effort to other interests. Katla is going to carry on with the project on her own. Thank you for all of the wonderful moments in the last two years, it has been a blast! and Katla looks forward to see you and play for you all in the future! Love - Katla and Ásrós

Síðan þá hefur Katla haldið áfram að koma fram undir nafninu Between Mountains.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kom verulega á óvart, Morgunblaðið, 4. apríl 2017, bls. 33
  2. Between Mountains sigraði, DV, 4. apríl 2017, bls. 27
  3. Katla Vigdís og Ásrós í úrslit Músíktilrauna, Bæjarins Besta, 30. mars 2017, bls. 1
  4. Viðburðaríkt ár að baki, Fréttablaðið – (aukablað) Fólk, 16. mars 2018, bls. 1-2
  5. Aron Ingi Guðmundsson. Forréttindi að alast upp á svona stað Úr vör, 25. mars 2019. (sótt 3. október 2020)