Bernard Mandeville

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Bernard Mandeville (15. nóvember 1670 í Rotterdam, Hollandi – 21. Janúar 1733 í Hackney, Bretlandi) var heimspekingur, hagfræðingur og satíristi. Hann fæddist inn í þekkta hollenska fjölskyldu, en bjó þó mest allt sitt líf í Englandi. Hann kom af læknum, en bæði afi hans og faðir voru læknar, og Mandeville fetaði sömu braut, og útskrifaðist sem læknir frá Háskólanum í Leiden í mars árið 1691 Hann er þó þekktastur fyrir skrif sín um hagfræði, en mörg rita hans voru í formi ádeilu og satíru. Þekktasta verk hans er dæmisaga býflugnanna, sem er í bundnu máli.

Líf og störf[breyta | breyta frumkóða]

Mandeville flutti til Englands eftir Dýrlegu byltinguna sem var árið 1688. Hann settist að í Englandi, þar sem hann gifti sig og eignaðist tvö börn. Mandeville starfaði sem læknir en byrjaði fljótlega að birta greinar á ensku, en þó nafnlaust til að byrja með. Fyrstu verk hans voru þýðingar á verkum eftir frönsku rithöfundana Jean de La Fontaine og Paul Scarron.

Hann blandaði sér iðulega í stjórnmálaumræður og átök með skrifum sínum, en hann studdi hinn frjálslynda Whig-flokk. Mörg rita hans vöktu miklar deilur og umtal, en frægasta rit hans er dæmisaga býflugnanna sem hann birti árið 1705 sem nafnlausan bækling, en undir nafni árið 1716.

Dæmisaga býflugnanna er syrpa ádeiluljóða. Mandeville færir rök fyrir því að ýmsir efnahagslegir lestir, þar á meðal eyðslusemi og ást á munaði ýti undir viðskipti og framleiðslu, og sé hægt að beita fyrir almannahag með styrkri og upplýstri stjórn konungsvaldsins. Hagfræðingar klassíska skólans, á borð við Adam Smith, vitnuðu í dæmisögu býflugnanna, en drógu af henni aðrar ályktanir en Mandeville, sem aðhylltist kaupauðgisstefnuna. Ólíkt Mandeville taldi Smith að hin ósýnilega hönd markaðarins gæti stýrt gjörðum sjálfselskra efnahagslegum gerenda í átt að almannahag.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]