Bermuda (hljómsveit)
Bermuda | |
---|---|
Uppruni | Ísland |
Ár | 2004 – í dag |
Útgáfufyrirtæki | Bermuda, Hringurinn |
Meðlimir | Íris Hólm Jónsdóttir Gunnar Reynir Þorsteinsson Ingvar Alfreðsson Pétur Kolbeinsson Steinþór Guðjónsson |
Vefsíða | bermuda.is |
Bermuda er íslensk hljómsveit, stofnuð 2004. Upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar eru Gunnar Reynir Þorsteinsson trommuleikari og Ingvar Alfreðsson hljómborðsleikari.
Upphaf
[breyta | breyta frumkóða]Hljómsveitin varð til á Menningarnótt, á árinu 2004, þegar að Ernu Hrönn Ólafsdóttur var boðið með í að stofna hljómsveit. „Og þannig varð Bermúda til. Við byrjuðum að spila saman í ágúst 2004".[1] Meðlimir þá voru Erna Hrönn Ólafsdóttir (söngur), Gunnar Reynir Þorsteinsson (trommur), Ingvar Alfreðsson (hljómborð), Kristinn J. Gallagher (bassi) og Ómar Örn Arnarson (gítar).
Sumarið 2005 gaf hljómsveitin út sitt fyrsta lag „Sætari en ég“. Síðla árs 2005 yfirgaf Kristinn Gallagher bandið og inn kom Ólafur Kristjánsson bassaleikari tímabundið. Hljómsveitin gaf út tvö lög til viðbótar þetta árið, jólalagið „Lag frá mér til þín“ og „Fegurðargenið er fundið“[2]. Snemma næsta árs, 2006 gekk Pétur Kolbeinsson bassaleikari til liðs við bandið.
Árið 2007 gaf hljómsveitin út sína fyrstu breiðskífu Nýr dagur[3] á henni voru 11 lög ýmist eftir hljómsveitarmeðlimi eða aðra tónlistarmenn, þó allt ný íslensk lög.
Haustið 2008 segir Erna Hrönn skilið við bandið, vegna tímaskorts. Erna hefur starfað sem bakraddarsöngkona utan Bermúda síðan. Meðal annars tók Erna að sér bakraddarhlutverk fyrir Ísland í Eurovision 2009.[1] Í stað Ernu kom Íris Hólm Jónsdóttir söngkona. Ári seinna yfirgefur Ómar Örn hljómsveitina og Steinþór Guðjónsson tekur við gítarleiknum.
Hljómsveitin er með twitter síðu, og seint í desember, á árinu 2009 voru fylgjendur á þeirri síðu yfir 2.000.[4]
Útgáfa
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
- Nýr dagur (2008)
Smáskífur
- "Sætari en ég" (2005)
- "Lag frá mér til þín" (2005)
- "Fegurðargenið er fundið" (2005)
- "I'm not her" (2009)
- "Neisti" (2009)
- "November Day" (2009)
- "Dreaming of Bermuda (2009)
- "(Every Night I) Stay Awake" (2010)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]<references>
- ↑ 1,0 1,1 „Breytti lífi mínu fyrir börnin“. Dagblaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. nóvember 2010. Sótt 27. ágúst 2010.
- ↑ „Bermuda leikur Sæluhelginni“. Bæjarinns besta, fréttamiðill. Sótt 27. ágúst 2010.
- ↑ „Síðavikan í dag föstudaginn langa“. Skutull, fréttamiðill. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2008. Sótt 27. ágúst 2010.
- ↑ „Bermúda vekur athygli á Twitter“. Visir.is, fréttamiðill. Sótt 27. ágúst 2010.[óvirkur tengill]