Fara í innihald

Bermúdaþríhyrningurinn

Hnit: 25°N 71°V / 25°N 71°V / 25; -71
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bermúda-þríhyrningurinn)

25°N 71°V / 25°N 71°V / 25; -71

Bermúda-þríhyrningurinn.

Bermúdaþríhyrningurinn, þekktur sem þríhyrningur djöfulsins, er svæði í vesturhluta Norður-Atlantshafs þar sem fjöldi loftfara og skipa er sagður hafa horfið við dularfullar aðstæður. Mikið þang flýtur á yfirborði sjávar á þessu svæði, sem einnig er kallað Þanghafið sökum þess. Hafa sæfarendur frá fornu fari haft illan bifur á þessu svæði og óttast að þangið skemmi skrúfur skipa og skip strandi þar. Upphaf sagna um dularfull skipshvörf má rekja til 6. áratugar 20. aldar. Þríhyrningurinn var fyrst skilgreindur í smásögu eftir Vincent Gaddis í bandaríska skáldsagnatímaritinu Argosy árið 1964 sem þríhyrningurinn milli Miami í Flórída, San Juan á Púertó Ríkó og eyjarinnar Bermúda í Norður-Atlantshafi.

Sumir hafa viljað kenna geimverum um hvörf loftfara og skipa á þessu svæði en rannsóknir á skjalfestum heimildum þykja sýna að margar sögur af dularfullum hvörfum áttu sér eðlilegar skýringar, voru ýktar eða áttu ekki við rök að styðjast og ýmsir opinberir aðilar fullyrða að á þessu svæði hafi ekki orðið fleiri hvörf en gengur og gerist á öðrum hafsvæðum.

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.