Bergshús
Bergshús er lágt timburhús sem áður stóð við Skólavörðustíg 10, nánar til tekið á neðra horni Bergstaðastrætis, vinstra megin götunnar á gatnamótum Skólavörðustígs. Ofan við Bergshús var Kjaftaklöpp. Þórbergur Þórðarson bjó í Bergshúsi og er húsið vettvangur margra frásagna í bókinni Ofvitinn. Húsið var flutt upp á Árbæjarsafn árið 1989. [1]
Alexíus Árnason lögregluþjónn reisti húsið í kringum 1865. Húsið var kennt við Berg Þorleifsson söðlasmið sem átti það í næstum hálfa öld, frá því um 1885 og var Þórbergur leigjandi hjá honum. Eiríkur Ólafsson frá Brúnum bjó um tíma í húsinu og einnig Jóhann Gunnar Sigurðsson skáld.
Bergshús var íbúðarhús fram til um 1960 en frá þeim tíma var rekin verslun í húsinu. Síðast var þar rekin leikfangaverslun.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Guðjón Friðriksson, Indæla Reykjavík: bls. 128.
- Páll Líndal, Mannlífið við Sund 3. bindi
- Bergshús IV Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine