Fara í innihald

Bergsbók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bergsbók.

Bergsbók – (eða Holm Perg. 1 fol., í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi) – er íslenskt handrit frá því um eða eftir 1400. Í Bergsbók eru Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta og Ólafs saga helga hin sérstaka eftir Snorra Sturluson, nokkur kvæði og styttri textar, sem flestir eru tengdir þessum tveimur konungum, svo sem Rauðúlfs þáttur og kaflar úr Hallfreðar sögu og Færeyinga sögu.

Bergsbók er eina handritið með Ólafsdrápu Tryggvasonar, eina handritið þar sem Rekstefja er í fullri lengd, og annað tveggja handrita þar sem kvæði Einars Skúlasonar, Geisli er heilt.

  • Chase, Martin (2005). Einarr Skúlason's Geisli : A Critical Edition. University of Toronto Press. ISBN 0802038220
  • Hoops, Johannes (2003). Reallexikon der germanischen Altertumskunde: Band 22. Walter de Gruyter. ISBN 3110173514
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Bergsbók“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. ágúst 2008.